Tilkynning um samruna N1 Rafmagn ehf við N1 ehf.

Kæri viðskiptavinur 

Næstkomandi áramót 2022/2023 mun rekstur N1 Rafmagn ehf á kennitölu 471216-1190, sameinast rekstri N1 ehf. á kennitölu 411003-3370.  

Þessi breyting hefur í för með sér að reikningar sem gefnir verða út á viðskiptavini okkar vegna raforkunotkunar frá og með 1. janúar 2023 koma til með að bera kennitölu N1 ehf. 411003-3370. Fyrsti reikningur með kennitölu N1 ehf. ætti því að berast viðskiptavinum okkar í byrjun febrúar. Útlit og snið reikninga mun ekki breytast mikið að öðru leyti.  

Með fyrirfram þökk og von um að þessar breytingar valdi sem minnstum óþægindum.  

Með kærri kveðju,  

Orkusvið N1 

 

Við bendum á að allir reikningar viðskiptavina eru aðgengilegir á mínum síðum á rafmagn.n1.is