Verðskrá til heimila

Gildir frá 1. janúar 2024.

Almenn notkun
7,84 kr / kWst
6,32 kr / kWst án 24% VSK
Rafhitun
7,02 kr / kWst
6,32 kr / kWst án 11% VSK

Verið velkomin í ódýrara rafmagn

Við seljum ódýrara rafmagn til íslenskra heimila og fyrirtækja.
Skoðaðu samanburðinn á aurbjörg.is

Spurt og svarað

Íslensk Orkumiðlun verður N1 Rafmagn

Íslensk Orkumiðlun, sem er í eigu N1, hefur nú fengið nafnið N1 rafmagn. Nafnabreytingunni er meðal annars ætlað að endurspegla auknar áherslur N1 á sölu raforku til heimila og fyrirtækja og einnig áætlanir félagsins að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.

Get ég keypt rafmagn af N1 Rafmagn óháð búsetu?

Já, N1 Rafmagn selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um land allt.

Kostar að skipta um raforkusala?

Það kostar ekkert að skipta um raforkusala. Hvorki sölufyrirtækjum rafmagns né dreifiveitum er heimilt að innheimta gjald af notendum fyrir að skipta um raforkusala.  

Hvernig skipti ég yfir til N1 Rafmagn

Mjög auðvelt er að skipta um raforkusala. Hægt er að skipta um raforkusala og koma í viðskipti við N1 Rafmagn hér beint á vefnum: Fyrirtæki eða Heimili. N1 Rafmagn sér um allra skráningar í framhaldinu. Ekki er þörf á að setja upp aukabúnað og engin truflun verður á rafmagnsnotkuninni við skiptin.

Hvernig segi ég upp raforkusamningi?

Ef þú ert að flytja úr húsnæði og vilt að annar taki við mælinum þarf að skila inn flutningstilkynningu hjá dreifiveitu á þínu svæði.

Ef þú vilt skipta um raforkusala þá þarf að gera samning við nýjan raforkusala. Við það er eldri samning sagt upp. Uppsagnartími er almennt 3-6 vikur.

Hvað tekur langan tíma að skipta yfir til N1 Rafmagn

Segja þarf upp raforkusamningi með eins mánaða fyrirvara. Uppsögnin tekur gildi við næstu mánaðarmót að þeim tíma liðnum. Dæmi: Ef notandi ákveður í janúarmánuði að leita viðskipta við N1 Rafmagn tekur samningur þar að lútandi gildi 1. mars.

Get ég fengið afslátt af rafmagn á nóttunni

Snjallmælar senda frá sér notkunartölur fyrir hverja klukkustund og er því nú mögulegt að bjóða mismunandi kjör eftir tíma dags. Heimili í viðskiptum við N1 Rafmagn á veitusvæði HS Veitna með snjallmæla geta nú sótt um 33% afslátt á tímabilinu 02:00-06:00. Aðrar dreifiveitur vinna að snjallmælavæðingu á sínum dreifiveitusvæðum og verður þessi síða uppfærð þegar hægt verður að bjóða viðskiptavinum á öðrum svæðum að sækja um afslátt á nóttunni. Viðskiptavinir geta óskað eftir afslættinum með því að hafa samband við raforka@n1.is og við könnum hvort mælirinn uppfylli nauðsynleg skilyrði fyrir afslætti á næturnar.

Upprunaábyrgðir: Get ég fengið staðfestingu á því að raforkan sem ég nota sé 100% græn?

Allri raforkunotkun viðskiptavina N1 Rafmagns fyrir árið 2022 fylgir staðfesting á því að raforkan hafa verið framleidd með endurnýjalegum orkugjöfum.

Því miður verður breyting á því frá og með 2023. Undanfarin ár hafa upprunaábyrgðir fylgt með allri raforkusölu Landsvirkjunar. Upprunaábyrgðir eru staðfesting á því að orkan hafi verið framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og eru aðallega nýttar í opinberri upplýsingagjöf fyrirtækja. N1 Rafmagn hefur frá stofnun boðið öllum sínum viðskiptavinum upp á staðfestingu á grænum uppruna raforkunnar þeim að kostnaðarlausu. Landsvirkjun tilkynnt nýverið að frá og með 1.janúar 2023 þarf að greiða sérstaklega fyrir upprunaábyrgðir og þeir viðskiptavinir N1 Ramagns sem áfram vilja fá staðfestingu á því að raforkunotkun þeirra sé frá endurnýjanlegum orkugjöfum þurfa að óska sérstaklega eftir því.

Hvað geri ég ef mér hefur verið sagt að velja raforkusala en ég get ekki klárað skráningu?

Ef dreifiveita hefur haft samband og tilkynnt þér að þú þurfir að velja raforkusala, en þú færð upp að allar veitur séu nú þegar í viðskiptum skaltu hafa samband við okkur. Þá hefurðu komið í svokallaða bráðabirgðasölu sem varir í 30 daga, en mikilvægt er að afgreiða samning sem fyrst.