Verðskrá til heimila
Gildir frá 1.ágúst 2021.
Verið velkomin í ódýrara rafmagn
Við seljum rafmagn til íslenskra heimila og fyrirtækja.
Sérstaðan okkar er einföld: Að bjóða upp á lægsta verðið.

Spurt og svarað
N1 Rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem komu til félagsins í gegnum þrautarvaraleið stjórnvalda þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautarvarataxta frá upphafi.
Viðskiptavinir N1 Rafmagn fá endurgreitt vegna þrautavaraleiðar frá 1. mars og mun endurgreiðsla ganga upp í næsta reikning.
Viðskiptavinir sem eru hættir í viðskiptum eru beðnir um að fylla út þetta form. Innistæða verður endurgreidd eftir lokauppgjör á rafmagnsmæli.
Íslensk Orkumiðlun, sem er í eigu N1, hefur nú fengið nafnið N1 rafmagn. Nafnabreytingunni er meðal annars ætlað að endurspegla auknar áherslur N1 á sölu raforku til heimila og fyrirtækja og einnig áætlanir félagsins að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.
Já, N1 Rafmagn selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um land allt.
Það kostar ekkert að skipta um raforkusala. Hvorki sölufyrirtækjum rafmagns né dreifiveitum er heimilt að innheimta gjald af notendum fyrir að skipta um raforkusala.
Segja þarf upp raforkusamningi með eins mánaða fyrirvara. Uppsögnin tekur gildi við næstu mánaðarmót að þeim tíma liðnum. Dæmi: Ef notandi ákveður í janúarmánuði að leita viðskipta við N1 Rafmagn tekur samningur þar að lútandi gildi 1. mars.